Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Margrét fékk 100 þúsund króna sekt fyrir meint sóttvarnabrot: „Hrædda fólkið eru þessir bólusettu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margrét Friðriksdóttir álitsgjafi var sektuð um 100 þúsund krónur fyrir sóttvarnabrot á landamærunum. Hún mótmælir þessu harðlega og bendir á að hún hafi farið í tvær skimanir eftir heimkouna, sem báðar hafi reynst neikvæðar.

Hún kom nýverið heim úr fríi á Tenerife með dóttur sinni. Nokkrum dögum eftir að heim var komið fengu þær hins vegar sekt upp á hundrað þúsund krónur þar sem þær fóru ekki í skimun fyrir heimferð. Hún segir slíka refsingu ólöglega og brjóta gegn stjórnarskránni.

Hún segir að óbólusettir muni ekki láta neinn bilbug á sér finna í haust og ferðast eins og þá lystir þrátt fyrir ýmis vandræði sem fylgi ferðalögum þeirra sem ekki hafa fengið bóluefnið. Margrét segist hafa heyrt af óbólusettum ferðamönnum án skimunarvottorða sem hafi verið sendir aftur aftur heim. „Þetta er allavega stjórnarskrárbrot,“ segir hún.

„Það er náttúrulega verið að mismuna fólki út frá einhverri bólusetningu sem stenst nú ekki einu sinni væntingar,“ sagði hún við Fréttablaðið. 

Hún segir að hrædda fólkið séu hinir bólusettu og jafnvel þeir sem eru búnir að fara í þriðja skammtinn „og jafnvel fjórða og fimmta og ganga um með grímur og svo framvegis. Það er hrædda fólkið.“

Hún leggur til að fólk hætti að lifa í ótta. „Það þýðir heldur ekki að lifa í ótta. Það veikir ónæmiskerfið að lifa í ótta og fólk ætti að huga að því líka,“ sagði hún við Fréttablaðið.

- Auglýsing -

Í upphaflegu fréttinni var sagt að Margrét hefði neitað að fara í skimun. Hið rétta er að hún komst ekki að til þess og var þess vegna ekki skimuð. Margrét er beðin afsökunar á þessum misskilningi. Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -