Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Margrét hannaði 3.600 búninga fyrir kvikmyndina 22. júlí

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Netflixmynd um fjöldamorðin í Útey frumsýnd í Feneyjum.

Kvikmynd Pauls Greengrass 22. júlí, sem fjallar um fjöldamorð Anders Behring Breivik í Útey, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á dögunum og hlaut afar jákvæðar móttökur. Íslenski búningahönnuðurinn Margrét Einarsdóttir var búningahönnuður myndarinnar og hún segir vinnuna við myndina hafa haft djúp áhrif á sig.

„Þetta er rosalega áhrifarík mynd og ég get ekki hætt að hugsa um hana,“ segir Margrét sem stödd er í Feneyjum til að vera viðstödd frumsýninguna á kvikmyndahátíðinni. „Myndin var unnin í nánu samstarfi við aðstandendur fórnarlamba fjöldamorðanna í Útey 22. júlí 2011 og það tók töluvert á að fara í gegnum þennan hrylling með þeim. En þótt þetta sé erfitt viðfangsefni og stutt síðan þetta gerðist þá er mikilvægt að fjalla um þetta og mér finnst þessi mynd gera það mjög vel.“

Paul Greengrass er einn virtasti leikstjóri samtímans og hefur tvisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikstjórinn, fyrir Green Zone árið 2010 og Captain Phillips árið 2013. Hvernig kom það til að Margrét fór að vinna með honum, hafði hún unnið með honum áður?

„Þetta var svolítið mikið. En verðugt viðfangsefni og skemmtilegt.“

„Nei, ég hafði aldrei unnið með honum áður,“ segir hún. „En ég hafði unnið með einum framleiðanda myndarinnar og þannig kom það til að ég var beðin um að taka þetta að mér.“

Paul Greengrass er einn virtasti leikstjóri samtímans og hefur tvisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikstjórinn, fyrir Green Zone árið 2010 og Captain Phillips árið 2013.

Verkefnið var risavaxið þar sem níutíu leikarar fara með hlutverk í myndinni auk 3.500 statista og Margrét þurfti að hanna búninga á allan skarann. „Þetta var svolítið mikið,“ viðurkennir hún. „En verðugt viðfangsefni og skemmtilegt.“

22. júlí er ekki eina kvikmyndin um hryllinginn í Útey sem verið er að sýna þessa dagana önnur mynd um sama efni, Útey, er nú í sýningum í Bíó Paradís. Margrét segir myndirnar nálgast atburðina á mjög ólíkan hátt en svo skemmtilega vill til að hún var líka beðin um að hanna búningana fyrir Útey en valdi 22. júlí frekar. Hún segir handritið hafa hrifið sig mikið og hin nána samvinna við fjölskyldur fórnarlambanna geri hana einstaka. Myndin byggir á bók Åsne Seierstad, Einn af okkur sem kom út í íslenskri þýðingu árið 2016, og Greengrass skrifaði handritið í samstarfi við hana.

- Auglýsing -

Myndin keppir í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum um Gullna ljónið og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Til að mynda gaf kvikmyndagagnrýnandi The Guardian henni 5 stjörnur í dómi sem birtist 5. september.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -