Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur er greinilega orðin þreytt á því hversu mikið er gert úr Covid-19 í íslensku samfélagi. Hún segir að miðað við allan hasarinn og fréttaflutninginn mætti halda að svarti dauði gangi laus.
Ástæða þess að Margrét setti þessa skoðun sína fram eru fréttir af því að minnst átta einstaklingar með staðfest kórónuveirusmit hafi verið fluttir með sjúkrabílum í farsóttarhús í gærkvöld. Sex þeirra eru sagðir búsettir í sama húsnæðinu og í dag kemur í ljós hversu margir alls tengjast þessu nýjasta hópsmiti á höfuðborgarsvæðinu.
En Margréti er ekki skemmt og þá skoðun sína lét hún í ljós á stjórnmalaspjallinu sem hún stýrir á Facebook. „Er þetta svarti dauði sem gengur laus, það mætti halda það?,“ segir Margrét.
Skiptast skoðanir má finna undir færslu Margrétar. Sumir taka undir þá skoðun Margétar að nóg sé komið á meðan aðrir benda á hversu hættuleg kórónaveiran er sem hafi kostar marga lífið. Eva Kristjánsdóttir tilheyri fyrrnefnda hópnum. „Þetta er orðið sorglega spaugilegt! Samt eru sumir ennþá sem finnst ekkert eðlilegra en að hittast umvafið plasti ef um gamalt fólk er að ræða sérstaklega. En aldrei hef ég vitað til þess að okkur sé skylt að nota grímu, fara í bólusetningu við inflúensu sem er nú skæðari en corona,“ segir Eva.
Kristinn Gunnarsson er einn þeirra sem minnir á að margur hafi dáið í kórónaveirufaldrinum. „Margrét, þú heyrir ekki í þeim sem hafa dáið, það er nokkuð ljóst,“ segir Kristinn sem í hópnum er beðinn um að vera ekki hræddur því það sé enginn heimsfaraldur í gangi.