„Evrópa að vakna gagnvart stríðsrekstri vesturlanda í Úkraínu, en vitlausa Ísland verður auðvitað síðast til þess. Margir munu svelta og ekki getað hitað húsin sín ef þetta verður ekki stoppað,“ skrifar Margrét Friðriksdóttir ritstjóri miðilsins frettin.is, og vísar í grein miðilsins sem ber yfirskriftina Fjölmenn mótmæli víða um Evrópu gegn stríðsrekstri Vesturlanda í Úkraínu.
Margrét hlýtur nokkurn stuðning við orð sín, og fjörugar umræður eru á þræðinum; en ekki eru allir á sama máli og Margrét, sem oft er kölluðMagga Frikka.
Til að mynda þá spyr Snorri Óskarsson einfaldlega:
„Ertu að segja að Rússar hafi rétt til að knésetja Úkraínu og við eigum að styðja Rússana?“
Margrét svarar að bragði:
„Ertu að trúa því að þeir séu að reyna það, Pútin hefur óskað eftir friðarsamkomulagi en hinn siðblindi og morðóði Selenskí neitar, ekki horfa svona mikið á RÚV það er mannskemmandi kæri Snorri.“