Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Margrét tannlæknir segir Kristinn hafa brotið á sér 6 ára: „Vildi bara ulla upp í mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hugsaði ekki mikið um þetta en mér fannst ónotanlegt að gleðjast yfir dauða hans, einungis 13 ára gömul; fleiri börn yrðu þá ekki fyrir barðinu á honum.“

Svona lýsir Margrét Rósa Grímsdóttir tannlæknir upplifun sinni af því þegar Kristinn E. Andrésson, bókmenntafrömuður og Alþingismaður, lést árið 1973. Það gerir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu þar sem hún fullyrðir að Kristinn hafi brotið á sér þegar hún var aðeins 6 ára gömul.

Kristinn var þingmaður og ritstjóri.

 

Kristinn var þá tíður gestur á heimili hennar vegna ættartengsla og leitaði hann í það að taka Margréti á hné sér og hossa henni. „Mér fannst hann skemmtilegur. Svo kom að því að hann vildi snúa mér að sér og fór að kyssa mig. Ég varð mjög undrandi og leið því maðurinn kunni ekki að kyssa, vildi bara kyssa mig beint á munninn og ulla upp í mig,“ segir Margrét.

Margrét sagði foreldrunum sínum frá þessu. „Þá held ég að ég hafi skynjað hversu rangt þetta var, enda man ég enn þetta atvik. Systkini mín segja mér að foreldrar okkar hafi hent karlinum öfugum út, enda sá ég hann aldrei meir.“

Guðný Bjarnadóttir læknir segist einnig hafa verið ítrekað mistnotuð kynferðislega þegar hún var aðeins 9 ára gömul. Gerandinn hafi verið Kristinn, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri Tímarits Máls og menningar.

- Auglýsing -

Guðný greinir frá þessu í aðsendri grein í Morgunblaðinu þar sem hún segist vilja skila skömminni, nú sextíu árum eftir brotin. Brotin segir hún að hafi átt sér stað bæði á heimili Kristins sem og heima hjá henni þar sem þingmaðurinn og ritstjórinn fyrrverandi var vinur foreldra Guðnýjar.

„Ég finn mig knúna til að segja frá, staðreyndir sem hafa elt mig allt lífið þó að ég hafi sem betur fer ekki látið það eyðileggja fyrir mér meira en nauðsynlegt er þegar barn ber leyndarmál sem ekki einu sinni mamma og pabbi mega vita um. Þegar ég var níu ára fékk ég boð frá Kristni og Þóru um að koma heim til þeirra að lesa Sálminn um blómið. Þegar ég var búin að koma mér fyrir í stóra sófanum í fínu stofunni hjá Kristni og Þóru lét Þóra sig hverfa fram en Kristinn varð eftir í stofunni. Áður en ég vissi af færði hann sig að mér, tók bókina af mér og lét mig standa upp þétt að sér. Hann þuklaði mig alla og rak tunguna upp í munninn á mér. Þetta ætlaði engan enda að taka. Hann hélt áfram drykklanga stund, stundi þungan, talaði um hve falleg augu ég væri með og nuddaði bringuna og klofið á mér,“ segir Guðný og heldur áfram:

Margrét segir sína sögu bæði minni og styttri í samanburði við reynslu Guðnýjar. „Í fyrstu fannst mér mín saga ekkert erindi eiga í blöðin en ég skipti um skoðun, ekki síst Guðnýju til stuðnings. Það gladdi mig mjög að sjá hve margir trúa og styðja við hana,“ segir Margrét.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -