Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Margt minnir á undanfara eldgossins í fyrra – „Þessir jarð­skjálftar eru ó­þægi­lega ná­lægt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þessir jarð­skjálftar og land­ris eru eins og sakir standa ó­þægi­lega ná­lægt eins og orku­verinu í Svarts­engi, Bláa lóninu og fleiri mikil­vægum inn­viðum,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í viðtali við Morgunblaðið í dag. Til stendur að funda vegna mögulegs eldgoss við Grindavík í vikunni. Munu fulltrúar almannavarna, lögregla, jarðvísindamenn og bæjaryfirvöld í Grindavík sitja fundinn en mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu að undanförnu.

Þá hefur land risið við fjallið Þorbjörn og eru nokkur líkindi með síðustu dögum og því sem gerðist áður en gaus í Geldingadölum á síðasta ári. „Einn möguleikinn er sá að bregðast hratt við ef skyldi fara að gjósa og reyna að hafa taum­hald á hrauninu eins og hægt er,“ sagði Fannar en verður meðal annars skoðað hvort hægt verði að grípa til varna með leiðigörðum til þess að beina hraunstraumnum frá byggð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -