Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Margvísleg mynstur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alls kyns mynstur hafa verið áberandi á tískupöllunum undanfarið þegar hönnuðir og tískuhús hafa sýnt sínar nýjustu línur. Þetta gefur vísbendingu um hvað koma skal og greinilegt að blómamynstur, rendur og alls kyns köflótt mynstur verða áberandi næsta haust, bæði hjá konum og körlum.

 

Það getur verið flott að blanda ólíku mynstrum saman. Köflóttur jakki og teinóttar buxur á sýningu Louis Vuitton.
Teinóttar dragtir spila stórt hlutverk í haust- og vetrarlínu Yves Saint Laurent.
Klassísk Versace-mynstur í skærum litum.
Flíkur með ýmist röndóttu eða teinóttu mynstri voru nokkuð áberandi á sýningu Lanvin.
Mynstur frá toppi til táar hjá Moncler á tískuvikunni í Mílanó.
Þessi galli vakti athygli á sýningu Bobby Abley. Karakterar úr teiknimyndinni Minions prýða gallann.
Þetta dress sýndi yfirhönnuður Balmain, Olivier Rousteing, á tískuvikunni í París.
Fyrirsætan Hanne Gaby Odiele gekk pallinn fyrir tískuhús Lanvin í þessari fallegu köflóttu kápu.
Franski hönnuðurinn Isabel Marant sýndi þessa þykku vetrarúlpu á tískuvikunni í París. Svipað mynstur prýðir úlpuna og bolinn.
Þessi litríka hönnun fransk-marokkóska fatahönnuðarins Charaf Tajer fyrir Casablanca var sýnd á tískuvikunni í París í febrúar.

Myndir / EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -