Ein allra glæsilegasta kona landsins, leikkonan María Birta Bjarnadóttir, og maður hennar, Elli Egilsson listamaður, eru orðin foreldrar.
María Birta birti um nýliðna helgi mynd af sér með barnavagninn.
Hún tjáði sig um litla erfingjann í viðtali við visir.is á dögunum; vildi þó ekki tjá sig nánar um barnið; sagði aðeins að Elli væri besti pabbi í heimi:
„Maðurinn minn er besti pabbinn í öllum heiminum!“
María Birta og Elli hafa verið búsett í Bandaríkjunum undanfarin ár; bjuggu í englaborginni Los Angeles; en halda nú til í aðal glamúr-borg heimsins – Las Vegas.
Þau hafa verið lengi saman; allt frá árinu 2013. Héldu upp á átta ára brúðkaupsafmæli sitt fyrir ekki svo löngu.
María Birta er frábær leikkona sem slegið hefur í gegn í mörgum kvikmyndum; lék til dæmis í nýjustu mynd Quentin Tarantino – Once Upon a Time in Hollywood. Var frábær í kvikmyndunum Órói og Svartur á leik. Og það er án efa enn meira framundan.
Eiginmaður Maríu Birtu, Elli Egilsson, er ekki síðri en kona hans; frábær listamaður sem vakið hefur verðskuldaða athygli.
Mannlíf óskar þeim innilega til hamingju!