„Ég var alveg ótrúlega reið!“ skrifar María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum í bloggfærslu sinni.
Þar segir hún frá erfiðri lífsreynslu en María er með tvöfalt stærra milta en venjulegt telst.
Endaði hún á spítala á aðfangadag en hún segist hafa fengið skelfilega umönnun á sjúkrahúsinu í Reykjanesbæ.
María og eiginmaður hennar Ryan voru á leið sinni heim til Bandaríkjanna þann 28.desember, en ferðalagið endaði á Íslandi vegna verkja hjá Maríu.
Þau höfðu eytt jólunum saman í Noregi, en svo fór að hún endaði á sjúkrahúsi á aðfangadag vegna verkjanna; María segist hafa óttast að miltað hefði rofnað eða stækkað en frekar en við skoðun kom engin breyting í ljós.
María átti erfiða flugferð frá Noregi og hafði meðal annars kastað upp í fluginu vegna verkjanna.
Þegar hjónin lentu í Keflavík héldu þau rakleitt á sjúkrahúsið í Reykjanesbæ, HSS.
Þrátt fyrir allt sem á undan var gengið þreifaði læknirinn rétt á kvið hennar og sendi hana heim. Hún hafi verið afar reið vegna þjónustunnar, en um nóttina jukust verkirnir á ný.
María ákvað þá að leita til Reykjavíkur þar sem hún dvelur enn og segir hún óvissuna um næstu skref mjög erfiða.
Skýring á stærð miltans sé enn óútskýrð.
„Það er mögulegt að miltað verði fjarlægt, sem er ansi stórt! En þeir vilja útiloka allt annað áður en til þess kemur“.
Vísir fjallaði um málið.
.