Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

María og Ólafur voru 14 tíma að drepa hreindýratarf: „Við vorum heppin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eigendur Veiðihornsins, hjónin María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon, þurftu að standa í 14 klukkustunda eltileik við hreindýratarf um helgina. Á endanum náðu þau dýrinu og skutu annan tarf til viðbótar á sama svæði.

Síðastliðinn fimmtudag hófst veiði á hreindýrstörfum og fóru því hjónin austur á land í leit að dýrum. Í samstali við Morgunblaðið var Ólafur afar sáttur með þennan fyrsta veiðitúr. „Við vorum heppin að ná tveimur törfum á svæði 2.“

Ólafur segir veiðina hafa tekið sinn tíma og mikið þolinmæðisverk að elta dýrin uppi. Það er mat Ólafs að sökum mikilla hlýinda á Austurlandi síðustu daga og vikur séu dýrin hærra uppi í fjöllunum en venjulega. Því þurfi að hafa mikið fyrir því að elta þau uppi og finna. „Svo loks þegar við fundum dýrin þá voru þau mjög kvik og gjörn á að hlaupa á brott, þetta var því mikið þolinmæðisverk. Það verður að tryggja að maður fái gott færi til þess að ná að fella dýrið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -