Marta María Jónasdóttir hefur sett hús sitt á sölu og ásett verð er tæpar 85 milljónir.
Fjölmiðlakonan Marta María hefur sett húsið sitt á sölu, Ljósaland 8. Um endaraðhús er að ræða og ásett verð er 84,9 milljónir. Marta María er mikill fagurkeri og húsið ber þess merki en hún hefur gert mikið fyrir eignina síðan hún keypti hana.
Lind Fasteigansala hefur húsið til sölu. Í lýsingu um eignina segir meðal annars : „Fallegt og vel staðsett endaraðhús á einni hæð með áföstum bílskúr. Eldhús, bæði baðherbergi gólefni að hluta og fl endurnýjað fyrir þremur árum.“
Húsið er 162 fermetrar og byggt árið 1972. Húsinu fylgir bílskúr, suðurgarður og verönd.
Myndir af eigninni má skoða inni á fasteignavef mbl.is.
Mynd / Lind Fasteigansala