Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

MAST bannar þrjár hundategundir: „Ég blæs á þessa rökleysu dýralæknisins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matvælastofnun – MAST – hefur ákveðið að bæta þremur nýjum hundategundum á bannlista þar sem stofnunin telur þær hættulegar fólki og því má ekki flytja þessar tegundir til Íslands. Samkvæmt drögum að nýrri reglugerð verða tegundirnar Boerboel, Presa Canario og Cane Corso settar á bannlista, en á þeim lista eru nú þegar tegundirnar Fila Brasileiro, Toso Inu, Dogo Argentino, Pit Bull Terrier og Staffordshire Bull Terrier.

Mannlíf setti sig í samband við Árna Stefán Árnason dýraréttindalögfræðing sem er ekki par sáttur með þessa ákvörðun MAST:

„Hrund Hólm dýralæknir hjá MAST bendir á að umræddir hundar séu stórir og sterkir; þeir séu ræktaðir sem varðhundar og bardagahundar og til að veiða stór dýr. Við skulum hafa það á hreinu að engin þessara hundategunda fæðist með þá ástríðu að verða stór og öflugur og hvorki til að verða varðhundur, bardagahundur eða með óstöðvandi löngun til að veiða stór dýr,“ segir Árni Stefán og bætir við.

„Þetta þarf allt að þjálfa, þannig að hingað kominn – hversu stór sem hundurinn er, hvort hann er lítill, feitur, grannur, langur eða stuttur, þá er hann almennt hættulaus nema hann sé með meðfædda geðkvilla sem ógn stafar af, en slíkt er hægt að meðhöndla; þannig að ég blæs á þessa rökleysu dýralæknisins eins og flest annað sem kemur frá MAST og setur steina í götur manna og er því miður ansi algengt“.

Árni Stefán segir að „stofnunin MAST er í sumum málum ekki starfi sínu vaxin, eins og gjörla kom fram í fuglamálinu svokallaða í Holtagörðum fyrir tveimur árum þegar hundruðum páfagauka var lógað vegna gruns um skógarmítil og meinta hættu sem ætti að stafa frá honum. Það var afsannað ári síðar með hnitmiðuðum og rökstuddum hætti í sjónvarpsþættinum Kompás og þar með var milljónatjón sem MAST olli sannað og þekkingarleysi stofnunarinnar opinberað“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -