Matvælastofnun hefur kært til lögreglu mikla vanrækslu á nautgripa- og sauðfjárbúi sem staðsett er á Vesturlandi.
Kemur fram í tilkynningu MAST að málið sé eitt það alvarlegasta og umfangsmesta dýravelferðarmál sem upp hefur komið.
Um tvö hundruð kindur, á þriðja tug nautgripa og fimm hænur ýmist drápust eða þurfti að aflífa en dýrin bjuggu við vatns- og fóðurskort.
Greindi Fréttablaðið frá málinu en í tilkynningunni frá MAST kemur einnig fram að um 300 kindum hafi verið bjargað og þeim komið fyrir á öðrum stað.
Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi en var bóndanum bannað dýrahald þar til dómur í málinu fellur.
Eftirlitsheimsóknir MAST á bæinn síðastliðin sex ár eru þrjár talsins en ekki komu fram alvarleg frávik í því þeim.