Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

MAST kærir vanrækslu – eitt alvarlegasta dýravelferðarmál sem komið hefur upp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matvælastofnun hefur kært til lögreglu mikla vanrækslu á nautgripa- og sauðfjárbúi sem staðsett er á Vesturlandi.
Kemur fram í tilkynningu MAST að málið sé eitt það alvarlegasta og umfangsmesta dýravelferðarmál sem upp hefur komið.

Um tvö hundruð kindur, á þriðja tug nautgripa og fimm hænur ýmist drápust eða þurfti að aflífa en dýrin bjuggu við vatns- og fóðurskort.
Greindi Fréttablaðið frá málinu en í tilkynningunni frá MAST kemur einnig fram að um 300 kindum hafi verið bjargað og þeim komið fyrir á öðrum stað.
Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi en var bóndanum bannað dýrahald þar til dómur í málinu fellur.
Eftirlitsheimsóknir MAST á bæinn síðastliðin sex ár eru þrjár talsins en ekki komu fram alvarleg frávik í því þeim.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -