Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

MAST vill drepa hundinn hennar Ingibjargar: „Hann er náttúrulega hluti af fjölskyldunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„ÉG VEIT EKKI hvar ég á að byrja,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir hundaeigandi í færslu á Facebook. Þar lýsir hún sárum samskiptum við MAST og þeirri erfiði stöðu sem hún og fjölskyldan eru í þegar kemur að flutningi heimilishundsins Gucci til Íslands.

Eins og staðan er í dag er útlitið svart og nú þegar hefur MAST tvívegis hafnað því að Ingibjörg fái að flytja hundinn til landsins. Henni finnst stofnunin einum of hörð í samskiptum og lýsir hún þeim nánar hér fyrir neðan:

„Að flytja gæludýrin heim, það er sko alls ekkert grín. Hundurinn minn er búin að fylgja öllum þeim reglum og bólusetningum og sníkjudýrameðferðum sem ætlast er til, ALLTAF og þegar við ákváðum að hann flytji til Íslands förum við einnig að öllum settum reglum. Pöntum pláss í einangrun og borgum staðfestingargjald og þið viljið ekki vita hvað við erum búin að borga î dýralæknakostnað bara við þetta ferli!!! Það eru svimandi háar upphæðir.
Gucci fær ekki að koma til Íslands.
En allavega minn litli maður/ hundur þarf að fara í mótefnamælingu til að athuga hvort allar þessar bólusetningar virki. Þá er tekin blóðprufa . Viku fyrir brottför koma svörin og minn litli hnoðri fær ekki að koma með til íslands því hann hafði ekki náð upp nógu góðum gildum í mótefnamælingu fyrir hundaæði. Hundaæði hefur ekki komið upp i noregi i tugi ára og svona mælingar þarf ekki fyrir nokkuð annað land, og okkar dýralæknir nefnir að svona mælingar eru bara ekki gerðar núorðið og var jafnvel hætt algjörlega að gera fyrir mörgum árum síðan.
Þetta tók vel á alla og aumingja litla dekurdýrið verðu eftir sem betur fer höndum dóttur minnsr sem ltlar að vera i noregi að vinna til áramóta. Við byrjum ferlið uppá nýtt í hvelli.
Ný bólusetning og allt ferlið uppá nýtt staðfesting á einangrun og allt uppá nýtt!! Pantað flug til að sækja gullið.
Nokkrum dögum fyrir brottför koma niðurstöður úr mótefnamælingu í annað sinn og aftur eru niðurstöður ekki ásættanlegar til að GUCCI fái að koma með heim. Nú erum við að prufa i þriðja sinn ig búin að panta einangrun í þriðja sinn. Eftir það höfum við engan sem getur passað hann ef allt fer á versta veg og hann nær ekki upp gildumog ef enginn er tilbúin að bjarga frískum ungun dásamlegum hundi sem við elskum útaf lífinu. Hvað þá????
Ef allt fellur um sjálft sig þá þurfum við bara að láta hann… fara. Það er bara hræðilegt, ég get ekki hugsað þá hugsun til enda. Vonandi gengur þetta í þriðja skiptið en mér finnst þetta bara orðið svo sjúkt dæmi allt saman. Hann er náttúrulega hluti af fjölskyldunni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -