Verðlagskönnun ASÍ leiðir í ljós að matarkarfan hefur hækkað töluvert á einu ári, um 2,3%-15,6% nánar tiltekið. Könnunin er gerð í átta verslunum, þ.e. Bónus, Krónan, Nettó, Hagkaup, Kjörbúðin, Iceland, Krambúðin og Tíu ellefu.
Könnunin var framkvæmd vikurnar 6.-12. maí 2019 og 18-25. maí 2020.
Mest hækkaði vörukarfan í Kjörbúðinni eða um 15,6% og næst mest í Krambúðinni um 13,6%. Minnst hækkaði verðið í Tíu ellefu á tímabilinu, 2,3% og næst minnst í Iceland um 3,4%. Til samanburðar hækkaði verð á mat- og drykkjarvörum í vísitölu neysluverðs um 4,86% frá maí 2019- maí 2020. Þetta kemur frá á vef ASÍ.
Karfan á að endurspeglar almenn matarinnkaup meðal heimils. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur, t.d. brauðmeti, morgunkorn, pasta, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, pakkavörur, kaffi, gos, safa, auk hreinlætis- og snyrtivara.
Nánar um niðurstöðurnar má lesa á vef ASÍ.