Matthías Ásgeirsson er hundfúll út í íslenska ökumenn því mörgum þeirra finnist ekkert mál að keyra yfir á rauðu ljósi og skapa þannig stórhættu fyrir aðra í umferðinni.
Máli sínu til stuðnings birtir Matthías tvö myndbönd sem sýnir ökumenn bruna yfir gatnamót þrátt fyrir að rautt ljós hafa skinið skært. Það gerir hann á Twitter-aðgangi sínum. „Íslenskum bílstjórum finnst mörgum óskaplega léttvægt að aka yfir á eldrauðu. Á þessum gatnamótum Seljaskógar og Breiðholtsbrautar hafa orðið mörg slys, sum alvarleg. Þarna var t.d. ekið á mig um árið, engin slys á fólki sem betur fer þá,“ segir Matthías við fyrra myndbandið.
„Gatnamót Skógarsels og Breiðholtsbrautar (næstu fyrir neðan síðasta innlegg) eru líka hættuleg og mikið um árekstra. Ég keyri næstum ekkert þessa daga, þetta myndband er tekið upp á laugardaginn um hálf tvö. Myndbandið á undan 3. nóv um hádegi. Ég ók ekkert þar á milli!,“ segir Matthías við það síðara.
Sævar Helgi Bragason svarar Matthíasi undir tvítið þar sem hann segir af þessu stórhættu í umferðinni. „Gerist ítrekað á gatnamótunum inn/út Urriðaholt og Ikea. Stórhætta þegar ég og fleiri hjóla og þarf að fara yfir sjö götur,“ segir Sævar.
Gatnamót Skógarsels og Breiðholtsbrautar (næstu fyrir neðan síðasta innlegg) eru líka hættuleg og mikið um árekstra. Ég keyri næstum ekkert þessa daga, þetta myndband er tekið upp á laugardaginn um hálf tvö. Myndbandið á undan 3. nóv um hádegi. Ég ók ekkert þar á milli! pic.twitter.com/l2HehyMCex
— Matthías Ásgeirsson (@orvitinn) November 9, 2020