Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Máttvana drykkjumanni bjargað – Rifrildi gaus upp við ruslagáma og löggan kom

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni og gafst þá góður tími til að sinna þeim borgurum sem áttu erfiðast uppdráttar. Í austurborginni var ölvaður maður á ferð þegar honum þraut örendi og hann lognaðist úr af á almannafæri. Lögreglan kom á staðinn og reisti hinn máttvana drykkjumann við og kom honum til síns heima þar sem hann hvílir nú.

Slæðingur var af öðrum málum, misalvarlegum.Tilkynnt um aðila sem hafði fallið af reiðhjóli. Hann meiddist og var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið.

Ökumaður sem var stöðvaður reyndist vera réttindalaus og var tekin af honum skýrsla. Þá var nokkuð um malbiksníðinga á ferð. Sjö slíkir fengu háar sektir fyrir að spæna upp malbikið með nagladekkjum sínum og valda svifriksmengun með háttalagi sínu.

Upp gaus rifrildi við ruslagáma í endurvinnslustöð. Nokkrir einstaklingar deildu um það hvernig ætti að flokka sorpið og í hvaða gáma. Lögreglan mætti á svæðið og náði með lipurð að sætta sjónarmiðin.

Þrír ökumenn voru staðnir að því að aka undir áhrifum. Einn þeirra var jafnframt réttindalaus eftir að lögregla hafði svipt hann réttindindum.

Þriðji ökumaðurinn ók á aðra bifreið og hvarf á braut, gangandi. Tjónvaldurinn gekk þó ekki lengi laus því lögreglan náði honum. Bifreið hans var flutt á brott með kranabifreið. Hinn brotlegi var handtekinn og hann læstur inni í fangaklefa. Hann mun horfast í augu við afbrot sitt með nýjum degi.

- Auglýsing -

Vinnuslys varð á höfuðborgarsvæðinu en þar hafði einstaklingur fengið skurð á höfuðið. Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir á svipuðum slóðum en málin tengjast ekki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -