Rangar upprunamerkingar Stjörnugrís voru uppgötvaðar af Matvælastofnun sem nú innkallar kjötið sem selt er undir nafninu grillbringutvenna.
Matvælastofnun hefur gómað framleiðandann Stjörnugrís sem hefur í sölu grillbringutvennu sem er sögð íslensk, en er í raun pólsk að uppruna. Því er kjötið innkallað af Matvælastofu og geta neytendur farið í þá búð sem varan var keypt í og fengið eða skilað beint til framleiðanda og fengið að fullu endurgreitt. Það er enn fremur tekið fram að ekki sé talin hætta af neyslu vörunar.
Mannlíf fagnar því að verið sé að skoða þessi mál betur enda ekki vanþörf á eins og grein sem Mannlíf birti 26. april sýndi glöggt fram á. Sjá grein hér.
Framleiðslulotan sem er til innköllunar:
Vörumerki: Kjötsel
Vöruheiti: Grillbringutvenna
Strikamerki: 2328805015424
Framleiðandi: Stjörnugrís
Best fyrir: 14.05.2021
Dreifing: Nettó Mjódd og Nettó Egilsstöðum