Ágúst Beinteinn Árnason hefur vakið mikla athygli vegna gæludýrs hans, sem telst sjaldgæft.
Gæludýrið er refur að nafni Gústi Jr. og hefur Ágúst birt þó nokkur myndbönd af sér og Gústa á TikTok reikningi sínum.
Matvælastofnun hefur þegar reynt að taka refinn af Ágústi og segir að málið sé komið á borð héraðsdýralæknis.
Ágúst þver tekur fyrir að láta frá sér refinn og segir hann vera vin sinn. Þá segi hann refinn sem komi úr náttúrunni hafa verið bjargað en upphaflega átti að aflífa hann.
Þá segir Ágúst að fólk hafi sett sig í samband við sig og viljað kaupa Gústa ref. Það komi hinsvegar ekki til greina að selja vininn.
Í samtali við Vísi segir Ágúst þetta allt saman mjög súrrealískt.
„Þetta var allt frekar súrrealískt. MAST talaði eitthvað um Húsdýragarðinn en ég held að það sé ekkert fyrir ref eins og Gústa,“
MAST hafði áhyggjur af framhaldinu.
„Þeir haft áhyggjur af því að þetta gæti valdið því að fólk úti um allan bæ færi að fá sér ref sem gæludýr“.
Ágúst segir Gústa vera hið mesta gæðablóð en hafi hann ekki enn bitið neinn til blóðs það sem af er þessari viku.