Yfir 100 manns mættu í afmælisgöngu Ferðafélags Íslands á gosstöðvarnar í Geldingadal. Þessi mikla þátttaka varð þrátt fyrir rysjótt veður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartalæknis og stjórnarmanns í FÍ, sem var einn stjórnenda göngunnar.
Gengið var í rólegheitum að rjúkandi hrauninu – og inn á það á öruggum stað þar sem tekin voru sýni og hitastig hraunsins mælt. Reglulega voru gerð góð stopp þar sem jarðfræðingarnir Helga Kristín Torfadóttir og Magnús Tumi Guðmundsson fóru yfir jarðfræði svæðins og báru þetta einstak eldgos saman við önnur nýleg gos á Íslandi.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var með í fór líkt og fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, Ólafur Örn Haraldsson.
Í lok göngunnar fengu allir að gjöf endurgert göngukort af svæðinu að gjöf líkt og ábúendur á Hrauni – en þeir höfðu áður yfirfarið örnefni á svæðinu og slóða um svæðið.