Lögreglan fékk tilkynningu um menn í handalögmálum í hverfi 105 í dag. Annar mannanna var með hníf í átökunum. Hnífamaðurinn var afvopnaður og báðir mennirnir færðir í fangageymslur. Málið er í rannsókn.
Tilkynnt var um umferðaróhapp í Kópavogi. Ökumaðurinn reyndi að komast undan á hlaupum, en var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Bílstjóri strætisvagns á leið 1 tilkynnti um notaða sprautunál í vagninum. Maður í annarlegu ástandi var á kafi í ruslagámi við tjaldsvæði í hverfi 105.
Þessi mál eru á meðal þeirra sem koma fram í dagbók lögreglunnar í dag.