Libertad Venegas er með BA-próf í fjölmiðlafræði og meistaragráðu í félagsfræði en fær ekki menntun sína metna hér á landi. Fyrst þegar hún flutti til Íslands buðust henni bara vinnur við þrif. Í dag starfar hún á leikskóla.
Fólk af erlendum uppruna sem flyst til Íslands til að setjast hér að á erfitt með að fá menntun sína metna á Íslandi og vinnu við sitt hæfi.
Í nýjasta tölublaði Mannlífs sem kemur út á morgun segja þau Libertad, Harald og Sante Feaster sögu sína.
Libertad Venegas er með BA-próf í fjölmiðlafræði og meistaragráðu í félagsfræði. Í heimalandi sínu Mexíkó vann hún meðal annars sem blaðamaður, sjónvarpsfréttamaður og ráðgjafi hjá fjölþjóðlegri nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna. Fyrst fékk hún aðeins vinnu við skúringar en í dag starfar hún á leikskóla.
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir