Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Með ryksugurör að vopni þegar maður gekk berserksgang í versluninni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gerð var tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmiðnum Georg V. Hannah í Reykjanesbæ þann 20. febrúar. Ræninginn var vopnaður öxi og gekk berserksgang í versluninni og olli miklum skemmdum. Í nýjasta tölublaði Víkurfrétta er viðtal við starfsmenn verslunarinnar sem voru á staðnum þegar ræninginn ætlaði að hafa með sér skartgripi fyrir eina og hálfa milljón króna á brott.

Eggert Hannah, sem rekur verslunina, viðurkennir að hann hafi haft áhyggjur af foreldrum sínum þegar hann segir frá atvikinu í samtali við Víkurfréttir. Hann var í versluninni ásamt foreldrum sínum Georgi og Eygló sem hafa átt verslunina í rúm 50 ár.

Ryksögurör og hamar

Í samtali við Víkurfréttir lýsir Georg því hvernig hann greip ryksökurör og reyndi að verjast manninum með því meðan á ráninu stóð.

Þegar maðurinn henti öxinni inn í glerskáp og gekk út úr versluninni veittu feðgarnir honum eftirför, Georg með ryksugurörið en Eggert með hamar. Þeim tókst að króa manninn af fyrir utan verslunina og halda honum þar þangað til lögregla kom á vettvang.

Eggert, Georg og Eygló segja að biðin eftir lögreglunni hafi verið löng en það liðu tæpar sex mínútur frá því að þau hringdu í neyðarlínuna og þar til lögreglan kom á staðinn.

- Auglýsing -

Maðurinn sem grunaður er um til­raun til vopnaðs ráns í versl­uninni var í úr­sk­urðaður í fjög­urra vikna gæslu­v­arðhald þann 23. febrúar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -