Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Með samviskubit yfir heppninni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðfangadagur árið 2018 mun aldrei líða Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur úr minni og þótt sú minning sé ekki góð skyggir hún á allar aðrar jólaminningar í huga hennar. Þær fréttir sem hún fékk þann dag, eftir margra tíma veru á göngudeild krabbameinsdeildar Western General-sjúkrahússins í Edinborg, gerðu það að verkum að hún átti allt eins von á því að vera að upplifa sín síðustu jól.

 

„Ég greindist reyndar með brjóstakrabbamein 20. desember í fyrra,“ segir Ingibjörg Rósa. „En læknarnir voru bjartsýnir á að það væri staðbundið og að ég þyrfti bara að fara í fleygskurð og geisla og þá væri þetta búið. Þannig að ég var ekkert mjög slegin við þær fréttir. Á aðfangadag fékk ég hins vegar að vita að þetta væri hraðvaxandi krabbamein sem hugsanlega hefði dreift sér í eitlana og ég myndi sennilega þurfa að fara í lyfjameðferð og allan pakkann. Þá varð þetta pínu sjokk.“

Eftir að lyfjameðferðinni lauk skellti Ingibjörg Rósa sér í að vera með uppistand um krabbameinið á Fringe-hátíðinni í Edinborg og seinna í Reykjavík, sem hún segir hafa gengið ótrúlega vel og verið vel tekið. Þegar þeirri törn lauk fór hún til Bali í boði vina sinna og dvaldi þar í þrjár vikur til að hlúa að heilsunni, borða hollt og stunda jóga. Þá kviknaði löngun til að nýta lífið öðruvísi en hún hafði gert áður en hún veiktist.

„Ég var heppin, svo óskaplega heppin að ég er með samviskubit yfir því. Það eru ekki öll svo heppin, við fjölskyldan erum til að mynda að fara að halda 25. jólin án pabba míns sem var ekki eins heppinn í slagnum við krabbameinið og ég.“

„Eftir þá lífsreynslu að takast á við krabbamein geturðu aldrei orðið sama manneskja og þú varst áður,“ segir hún ákveðin. „Það er ekki hægt að ganga bara inn í sama lífið. Maður breytir forgangsröðinni og langar ekki að gera það sem maður var vanur að gera. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er sem mig langar að gera, hef ákveðið að geyma þá ákvörðun fram á næsta ár. Mig langar líka til að koma á fót einhvers konar hjálparstarfi fyrir ungar konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein. Ég á eftir að sjá hvernig ég get útfært það. Er aðeins byrjuð á Facebook að leiða grúppur fyrir ungar konur með brjóstakrabbamein og langar að vinna meira með það á alþjóðlegum vettvangi.“

Nú eru önnur jól að skella á og í þetta sinn verður Ingibjörg heima á Íslandi með fjölskyldunni. Það er nóg til þess að þetta verði góð jól, segir hún.
„Ég hef alltaf verið mikið jólabarn,“ upplýsir hún og grettir sig. „Verið alveg óð í skreytingum og alls kyns jólaundirbúningi, en ég hef eiginlega alveg látið það vera í ár, það minnir mig bara á jólin í fyrra sem er ekki það sem ég er að sækjast eftir. Ég var heppin, svo óskaplega heppin að ég er með samviskubit yfir því. Það eru ekki öll svo heppin, við fjölskyldan erum til að mynda að fara að halda 25. jólin án pabba míns sem var ekki eins heppinn í slagnum við krabbameinið og ég. Og ég veit um allt of mörg börn sem eru að fara að halda fyrstu jólin án foreldris vegna þess að krabbamein er ekki alltaf læknanlegt, ekki einu sinni núna þegar árið 2020 er að ganga í garð. Ég veit að það hljómar mjög væmið og ég hef aldrei verið þessi væmna týpa, en það að geta notið litlu hlutanna; drukkið kakó og borðað köku og fundið bragð af því, til dæmis, er svo góð upplifun og gerir mig svo glaða að ég þarf ekkert einhver jólalæti til að upplifa gleði og fullnægju. Bara það að vera hérna enn þá er nóg.“

Lestu viðtalið við Ingibjörgu Rósu í heild sinni í nýjustu tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -