Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Meiðandi að tala um þátttöku í siðlausu ferli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimspekingurinn og siðfræðingurinn Henry Alexander Henrysson skrifar um dánaraðstoð í sinn nýjasta pistil.

Hann segir að núna eins og svo oft áður, þegar umdeild mál eru til skoðunar, gleymast efnisatriðin gjarnan þegar rifist er um hvað á að kalla hlutina. Hann hefur áhyggjur af því að nú þegar skýrsla um dán­araðstoð er til vinnslu inn­an heil­brigðisráðuneyt­is­ins muni umræðan frestast á meðan verið er að taka ákvörðun um hvort eigi að tala um líknardráp eða dánaraðstoð.

„Líklega mun umræðan að lokum festast í því, að íslenskum sið, hvort tala eigi um líknardráp eða dánaraðstoð,“ skrifar Henry meðal annars.

„Slík skilaboð eru bæði yfirlætisleg og meiðandi…“

Málið er umdeilt og ýmsar siðferðislegar spurningar vakna þegar það er skoðað en Henry segir vont að sjá fólk saka þá sem vilja leita sér dánaraðstoðar um siðleysi.

„Fagfólk víða um heim hefur málefnalegar ástæður til að taka þátt í því ferli og gerir það í fullri sátt við samvisku sína. Einnig finnst mér það einkennileg skilaboð til fólks sem þráir líkn og hefur ákveðið að leita sér dánaraðstoðar, að það sé þar með verða þátttakandi í siðlausu ferli. Slík skilaboð eru bæði yfirlætisleg og meiðandi og vona ég þau heyri brátt sögunni til, þótt ég efist á sama tíma um að dánaraðstoð verði lögleidd á Íslandi í náinni framtíð.“

Pistil Henrys má lesa í heild sinni hérna. 

- Auglýsing -

Viltu birta pistil á man.is? Sendu okkur línu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -