Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni karlmann vegna gruns um að hann stundaði fíkniefnasölu. Farið var í húsleit, að fenginni heimild, og þar fundust kannabisefni á víð og dreif um húsnæðið, auk vogar og mikils magns af smelluláspokum. Sá handtekni gekkst við því að eiga efnin.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri á Facebook – síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.