Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Meintur ofbeldismaður neitar að tjá sig. „Ég er ein af þessum geðveiku lygahórum”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég get ekki talað við þig núna,“ sagði þjóðþekktur maður sem hefur verið sakaður um að hafa beitt margar barnsmæður sína og fyrrverandi kærustur grófu ofbeldi.

Mannlíf fjallaði nýverið um þjóðþekktan mann sem hefur verið sakaður ítrekað gróft ofbeldi. Var manninum nýverið dæmt fullt forræði yfir einu barna sinna en á hann fimm börn með fimm konum.
Ein fyrrverandi kærasta mannsins gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi fyrir því að birta brot úr Facebook færslu sem hún skrifaði nýverið en ber hún titilinn „Að lifa í ótta – 1000 grímur“

„Minn ofbeldismaður hefur verið mikið í umræðunni – loksins þora þolendur að stíga inn í óttan. Ég þekki þennan ótta alltof vel, enda þrífst minn ofbeldismaður á óttastjórnun og hótunum. Ég á margar grímur (ekki covid grímur ). Ég er algjörlega frábær að fela mig á bakvið “grímuna”. Það er svo mikil bilun hversu sannfærandi þessir ofbeldismenn geta verið, þeim tekst meira að segja að sannfæra (oft á tíðum) þolendur um að þetta sé allt “okkur” að kenna. Meðvirkni og ótti er hrikaleg blanda.

Í 14 ár hef ég fylgst með fleiri og fleiri konum verða honum að bráð. Ég vildi oft stökkva til, til að vara þær við. En svo vissi ég að það myndi ekki breyta neinu, það voru svo margir sem reyndu að vara mig við. En ég hlustaði á hans frásagnir og vá, hversu ótrúlega óheppinn elsku sjarmatröllið mitt var búinn að vera. Allar þessar ótrúu lygahórur, eins og hann kallaði þær. Svo ótrúlega óheppinn. (Uuuu red flag!)

Ég bættist svo í þennan hóp – ég er ein af þessum geðveiku lygahórum, jebb count me in. En ég hef samt verið mjög þægileg lygahóra – þar að segja – ég hef ekki sagt orð í öll þessi ár. Enda passar hann sig á því að segja að við séum afbrýðissamar fyrrverandi kærustur, sem vilja skemma fyrir nýju sambandi og þráum hann aftur,“ segir í færslunni en segist hún mjög þakklát þeim konum sem hafa staðið upp fyrir henni og fleirum. Sýnt stuðning og óttast ekki.

Maðurinn sem um ræðir vildi ekki tjá sig um málin þegar Mannlíf náði af honum tali í gær og bætti við að engin mál væru í gangi.
„Þú getur prófað að hringja seinna,“ sagði hann en ekki hefur tekist að ná í hann síðan.

- Auglýsing -

Þá ræddi Mannlíf við Guðrúnu Ágústu Ágústssdóttur, uppeldis- fíkni- og fjölskyldufræðing í síðustu viku vegna ásakana um brot hennar í starfi. Var hún gagnrýnd harðlega á samfélagsmiðlum og gefið að sök að hafa brotið trúnað og fagmennska hennar dregin í efa. Guðrún vitnaði fyrir dómi í forræðis málinu sem greint er frá hér að ofan.

Líf án ofbeldis og Öfgar hafa fjallað um málið á samfélagsmiðlum. Maðurinn sem er þjóðþekktur er sakaður um að hafa beitt fyrrverandi kærustur sínar grófu líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hafa notað hótanir ítrekað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -