Laugardagur 4. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Meintur ofbeldismaður um forræðismál: „Ég hef oft tekið að mér að ná svona málum í gegn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hef oft tekið að mér að ná svona málum í gegn,“ er meðal þess sem kemur fram í viðtali frá árinu 2008 við þjóðþekktan mann. Mannlíf hefur nýverið fjallað um manninn en sá hefur verið sakaður um að beita fyrrverandi kærustur og barnsmæður grófu ofbeldi.
Manninum var nýverið dæmt forræði yfir einu barna sinna þrátt fyrir alvarlegar ásakanir og hófst þannig umræða á samfélagsmiðlum í kjölfar dómsins. Tekið skal fram að maðurinn hefur verið kærður fyrir ofbeldi gegn fyrrum maka og tilkynntur til Barnaverndar.

Fyrrverandi kærustur mannsins hafa stigið fram og sagt sínar sögur sem eru átakanlegar en ljóst er að maðurinn hefur áður átt í forræðisdeilum. Í viðtali frá árinu 2008 segist hann hafa reynslu af slíkum málum, en þar segir:
„Ég stend í forræðisdeilu og er tilbúinn að skrifa undir sameiginlegt forræði. Það er barninu fyrir bestu.“ 

Þá lýsir hann yfir áhyggjum sínum um forræði ef móðir barnsins skyldi falla frá af einhverjum ástæðum.

„Það er fáránlegt að láta barnið lenda í miðjunni þegar fólk skilur. Ef móðir hans deyr þá er kærastinn hennar kominn með jafnmikinn rétt á að hafa barnið eins og ég. Það er prinsippmál hjá mér að klára þetta mál. Ég hef oft tekið að mér að ná svona málum í gegn“.

Ekki liggur fyrir hvað maðurinn á við með síðustu setningunni en skal tekið fram að hann er ekki lögfræðingur að mennt. Hefur hann ekki viljað tjáð sig þrátt fyrir ítrekaðar tilaunir blaðamanna Mannlífs að ná af honum tali eftir að hann sleit símtali fyrr í mánuðinum.
„Ég er á hestbaki og hef ekki tíma til að tala núna“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -