Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Meira um sýkingar hjá börnum en í eðlilegu árferði: „Alltaf ráðlegt að láta lækni skoða barnið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Barnasjúkdómalæknir segir að taka þurfi streptókokkasýkingar hjá börnum á Íslandi alvarlega.

Kemur fram á ruv.is að minnst sextán börn hafa látist af þeirra völdum í Bretlandi síðan í september síðastliðnum.

Voru börnin nær öll undir 10 ára aldri, eftir því er heilbrigðisyfirvöld ytra segja.

Barnasmitsjúkdómalæknir hér á landi, Valtýr Stefánsson Thors, segist ekki hafa orðið var við að nákvæmlega hið sama sé í uppsiglingu hér á Íslandi; en þó hafi fleiri ífarandi sýkingar með streptókokkum greinst hjá fullorðnum einstaklingum á þessu ári; þær sýkingar séu alvarlegri en hálsbólgan, sem flestir þekkja, og tengja við streptókokka:

„Ífarandi sýkingar eru þá sýkingar þar sem bakterían berst út í blóðrásina eða yfir í miðtaugakerfið. Stundum er það þannig að þær valda alvarlegum húð- og vöðvaverkssýkingum,“ segir Valtýr.

Kemur fram að hálsbólga er oftast vegna veirusýkinga, en hún getur líka verið af völdum baktería sem nefnast streptókokkar; þá er æskilegt og jfnvel nauðsynlegt að leita til heilsugæslu; fá úr skorið hvort taka þurfi sýklalyf til að vinna á sýkingunni.

- Auglýsing -

Segir Valtýr mikilvægt fyrir foreldra að láta heilbrigðisstarfsfólk meta börnin, því þeir hafi verulegar áhyggjur:

„Um leið og einkennin verða verri eða veikndin dragast á langinn, það koma fram útbrot sem eru samhliða veikindunum, að þá er alltaf ráðlegt að láta lækni skoða barnið.“

Eins og staðan er núna er meira um sýkingar hjá börnum en í eðlilegu árferði og mjög mikið álag er á heilbrigðisstofnunum landsins.

- Auglýsing -

Til að bæta gráu ofan ásvart þá kom RS-veiran fyrr en venjulega til Íslands og verið erfið viðureignar.

Fleiri börn eru að fá inflúensu og geta veikst hastarlega:

„En langflestar hins vegar af þessum pestum sem eru núna að herja á okkur eru svokallaðar veirusýkingar. Flestar eru þess eðlis að þær ganga yfir af sjálfu sér án þess að það þurfi einhverja sérstaka meðferð,“ segir Valtýr.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -