Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Meiri tíma þarf til að gera við Boeing 737 Max vélar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Uppfærsla á hugbúnaði vélanna ekki tilbúin á áætluðum tíma.

Meiri tíma þarf til að klára hugbúnaðaruppfærslu fyrir Boeing 737 Max vélarnar en áætlað var, að því er fram kemur í frétt á Bloomberg.

Eins og kunnugt er kyrrsetti Boeing allar slíkar vélar þann 13. mars vegna galla í hugbúnaði þeirra, sem er talinn vera orsök tveggja mannskæðra flugslysa, annars vegar í Eþíópíu og hins vegar í Indónesíu.

Í síðustu viku hugðist Boeing skila inn lokaskýrslum um uppfærsluna til loftferðayfirvalda í Bandaríkjunum, en nú telur félagið að umrædd uppfærsla verði ekki reiðubúin fyrr en á komandi vikum.

Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á Icelandair sem er með þrjár Boeing 737 Max flugvélar í sínum flugflota og á von á sex vélum af sömu gerð í flotann fyrir sumarið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -