Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Meirihluti Bandaríkjamanna mótfallnir kennslu á arabískum tölum í skólakerfi landsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rúmur meirihluti Bandaríkjamanna er mótfallinn því að arabískar tölur séu kenndar í skólum landsins. Þetta er niðurstaða könnunar sem fyrirtækið Civic Science framkvæmdi.

Arabískar tölur eru venjan á vesturlöndum og raunar víðast hvar í heiminum. Með könnuninni vildi Civic Science mæla fordóma og þá kannski sérstaklega andúð gegn múslimum.

0,1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9 eru arabískar tölur. Spurningin fjallar því um hvort kenna skuli tölur og stærðfræði í skólum Bandaríkjanna.

Kerfið er talið eiga uppruna sinn til Brahmi-ritmálsins í Indlandi. Ritmálið má rekja til að minnsta kosti miðrar þriðju aldar. Vitað er að tölutáknin voru þekkt í Sýrlandi á 7. öld og hófu að dreifast um heim múslima á 8. öld.  Stærðfræðingurinn Leonardó Pisano Bigollo, oftar nefndur Fibonacci, notaði arabískar tölur í bók sinni Liber Abaci árið 1202 en talnakerfið náði ekki almennri útbreiðslu í Evrópu fyrr en prentun bóka á pappír hófst í kringum 1400.

Niðurstöður skoðanakönnunar CivicScience

29% svarenda könnunarinnar sögðust styðja kennslu arabískra talna í bandarískum skólum. 19% sögðust ekki hafa skoðun á málinu. 72% kjósenda repúblikana sögðust mótfallnir kennslu á arabískum tölum. 40% demókratar voru sömuleiðis andstæðir slíku.

Spurningin um kennslu arabískra talna er þekkt grín meðal þeirra sem taka þátt í umræðu um stjórnmál og stöðu innflytjenda. Markmiðið er oftar en ekki að benda á fávísi og fordóma með yfirlýsingum um áhyggjur af islamvæðingu vesturlanda. Sönnunin felist meðal annars í því að jafnvel skólastofnanir kenni nú arabíska stærðfræði en ekki vestræna.

Skjáskot af spaugilegri könnun í hópnum Málfrelsið

Andstaða við arabískar tölur í íslenskum tjáningafrelsishóp

- Auglýsing -

Nýlegt dæmi frá Íslandi má finna á Facebook-hóp sem heitir Málfrelsið. Meðlimir hópsins eru rúmlega 2000 og umræðan snýst almennt um stjórnmál og oftar en ekki um tjáningafrelsismál. Fyrir nokkrum vikum ákvað spéfugl í hópnum að setja af stað könnun og leita álits hópsins. „Hvað finnst ykkur um að menntamálaráðuneytið vilji kenna börnum, frá sex ára aldri, arabískar tölur?“ Svarmöguleikarnir eru; frábært, skelfilegt og alveg sama. Vert er að taka fram að þessi könnun er gerð á Facebook. Hún er ekki leynileg, svörum má breyta eftir á og hún stenst með engu móti kröfur um vísindaleg vinnubrögð. Varað er við því að draga miklar ályktanir frá niðurstöðu könnunarinnar.

Fyrst um sinn var andstaðan við arabískar tölur meðal meðlima Málfrelsisins talsvert meiri en stuðningurinn. Staða sem vakti mikla kátínu meðal þeirra sem þekktu til og varð til líflegra umræða í athugasemdum. Könnunin er enn opin og niðurstaða hennar hefur nú breyst arabískum tölum í hag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -