Samkvæmt nýrri könnun Maskínu þá er meirihluti Íslendinga andvígur hvalveiðum; töluverð breyting hefur nú orðið á svörum frá því fyrir fjórum árum 2019, er 42 prósent svarenda sögðust vera á móti hvalveiðum.
Í dag er hlutfallið orðið rúmlega 51 prósent; sýna niðurstöður könnunarinnar að andstaða við hvalveiðar er meiri á meðal fólks á höfuðborgarsvæðinu; Þar eru 57 prósent svarenda á móti hvalveiðum; hlutfallið á landsbyggðinni er 41 prósent.
Íbúum landsbyggðarinnar sem eru andvígir veiðunum hefur hins vegar fjölgað töluvert síðan árið 2019; miðað við niðurstöður könnunarinnar.
Þá eru mun fleiri karlar hlynntir hvalveiðum en konur. Rúm 41 prósent á móti rúmlega 15 prósentum kvenna.
Svo eru áberandi flestir í aldursflokknum 60 ára og eldri fylgjandi hvalveiðum, miðað við aðra aldurshópa.
Flestir þeirra sem voru andvígir veiðunum voru í aldursflokknum 18 til 29 ára.
Samkvæmt niðurstöðum áðurnefndrar könnunar fjölgar þeim sem eru andvígir hvalveiðum eftir því sem menntunarstig þeirra hækkar; 65 prósent svarenda með háskólapróf voru á móti hvalveiðum; 48 prósent þeirra sem eru með framhaldsskólapróf; 35 prósent þeirra sem lokið hafa grunnskóla.