Mennirnir á bak við hið umtalaða fyrirtæki BPO innheimta ehf eru: Guðlaugur Magnússon, Gunnar Svavar Friðriksson, Kjartan Gunnarsson og Graham Rankin.
BPO innheimta ehf hefur mikið verið í umræðunni undanfarna daga eftir að fyrirtækið hafði fest kaup á kröfum fimm smálána fyrirtækja. Í kjölfarið auglýstu þeir svo „kosta boð“ til skuldara sinna er þeir greiddu upp sínar skuldir við fyrirtækið fyrir 15. Maí næst komandi. Eins og fram hefur komið hafa skuldarar verið að lenda í því að við þetta er ekki staðið jafnframt því að kröfur hafa allt að tvöfaldast á sólarhring í heimabönkum þeirra. Mannlíf kannaði mennina á bak við fyrirtækið.
Samkvæmt skráningu RSK
Samkvæmt skráningu RSK er Guðlaugur Magnússon eigandi BPO innheimtu, Gunnar Svavar Friðriksson stjórnarformaður og þeir Kjartan Gunnarsson og Graham Rankin stjórnarmenn.
Guðlaugur Magnússon er sá sem hefur hvatt til gjaldtöku á ferðamannastöðum enda meðstofnandi fyrirtækisins Bergrisi sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir sjálfvirka gjaldtöku á ferðamannastöðum. Guðlaugur er einnig eigandi JMJ ráðgjafar samkvæmt skráningu RSK. Hann var eigandi veitingaskálans Baulu um tíma sem fór í þrot. Hann var stofnandi H- fossa sem varð frægt fyrir að ætla að rukka fyrir bílastæði við Hraunfossa. Það mál fór mjög hátt í fjölmiðlum 2017 og 2018. Guðlaugur sjálfur hefur þetta að segja um sín afrek:
„Amazing things Guðlaugur’s made. Ég hef sett 2 fyrirtæki af stað frá 0 sem ganga mjög vel í dag. Fyrst er að nefna Inkasso.is og svo mynta.is sem bæði eru mjög áberandi og flott innheimtufyrirtæki sem ganga mjög vel í dag. Í báðum þessu félögum var ég Framkvæmdastjóri. Einnig kom ég að uppbygging á símafyrirtækinu Halló sem sameinaðist við Íslandssíma og sv. frv.“
Kjartann Gunnarsson ætti flestum að vera kunnugur en hann var sem dæmi framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins í 26 ár. Hann er lögfræðimenntaður.
Gunnar Svavar Friðriksson Forráðamaður og stjórnarformaður er fasteignasali hjá Helgarfellfasteignasölu og er einnig lögfræðimenntaður.
Graham Rankin er eigandi og framkvæmdarstjóri BPO í Bretlandi.