Laugardagur 26. október, 2024
3.4 C
Reykjavik

Menntaskólinn á Ásbrú býður nú upp á stúdentspróf í tölvuleikjagerð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrsta skólasetning nýrrar námsbrautar Menntaskólans á Ásbrú fór fram í gær. Brautin býður upp á stúdentspróf í tölvuleikjagerð og er fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var viðstödd athöfnina. Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins. 

„Tilurð þessarar nýju brautar er gott dæmi um árangurríkt samstarf stjórnvalda, menntakerfisins og atvinnulífsins,” sagði Lilja í ræðu sinni á skólasetningunni. „Ég vil þakka Keili, Samtökum iðnaðarins, Samtökum leikjaframleiðanda og Samtökum verslunar og þjónustu fyrir árangursríka samvinnu við það að koma brautinni á laggirnar.“

„Með þeirri ákvörðun að veita fjármagni til þessa verkefnis standa vonir til þess að með auknu námsframboði á framhaldsskólastigi finni fleiri nemendur nám við hæfi að loknum grunnskóla. Það er fátt eins nauðsynlegt fyrir okkur sem samfélag en að hver og einn fái notið sín í því sem hann tekur sér fyrir hendur.”

Námið byggir á kjarna- og valfögum sem taka á fjölbreyttum þáttum skapandi starfs leikjagerðarfólks. Þar má nefna hönnun, tónlist, hljóðupptökur, verkefnastjórnun og heimspeki. Þá er starfsnám og verkefna- og hópavinna mikilvægur hluti námsins. Alls eru 44 nemendur skráðir á námsbrautina og komust færri að en vildu. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -