Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

„Mér finnst orðið sjúklega töff vera umhverfisvæn týpa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögfræðingurinn Eva H. Baldursdóttir skrifar um sjálfbæran lífsstíl í sínum nýjasta pistli.

Eva H. Baldursdóttir.

„Mér finnst orðið sjúklega töff að vera umhverfisvæn týpa, sem kýs að vera á hjóli og nota almenningssamgöngur þegar ég get, vel að borða ekki kjöt, vel að nota bíl minna, vel að kaupa minna dót. Ég er stolt af því að minnka vistspor mitt og á sama tíma gera betur við budduna og heilsuna mína,“ skrifar lögfræðingurinn Eva H. Baldursdóttir í sinn nýjasta pistil sem fjallar um sjálfbæran lífsstíl.

„Að velja sjálfbærari lífsstíl þýðir að það þarf að breyta lifnaðarháttum. T.d. að draga úr þörfinni fyrir notkun náttúruauðlinda, velja að kaupa ekki vörur sem framleiddar eru með ósjálfbærum hætti eða breyta umgengni í okkar daglega lífi t.d. að flokka rusl, sóa ekki mat og svo framvegis,“ skrifar Eva sem viðurkennir að það sé í sjálfu sér ekki ýkja langt síðan hún fór að hugsa um þessa hluti.

Við sjáum ekki að kjúklingar eru framleiddir í verksmiðju eins og hver annar hlutur. Þeir eru hins vegar lifandi dýr. Við vitum þetta flest, en kjósum að líta fram hjá því.

Hún bendir á að fólk í nútímasamfélagi eigi það til að gleyma að hugsa um uppruna hluta og hvar hlutir enda svo. „Til dæmis kjúklingurinn sem við borðum kemur á frauðbakka beint úr verslun, pakkaður í plast. Við sjáum ekki að kjúklingar eru framleiddir í verksmiðju eins og hver annar hlutur. Þeir eru hins vegar lifandi dýr. Við vitum þetta flest, en kjósum að líta fram hjá því. Að sama skapi sjáum við aldrei allt magnið af rusli sem heimilið losar t.d. á ári á einum stað. Það væri eflaust ágætis raunveruleikatenging á hrúga því öllu á einn stað. Því allt sem við kaupum endar einhvers staðar, hvort sem því er fargað eður ei.“

Meðfylgjandi eru svo átta góð ráð frá Evu:

  1. Minnka bílnotkun, draga úr skutli og nýta ferðirnar betur – hér eru ótal valmöguleikar, t.d. að sleppa bílnum stundum, eiga bara einn bíl á fjölskyldu, nýta ferðirnar betur í búðina, nota almenningssamgöngur og hjólið, taka strætó með börnum sínum og kenna þeim að nota hann sem og ferðast með öðru fólki til vinnu eða í skólann.
  2. Draga úr óþarfa neyslu – að taka upp mínimalisma í hugsun og framkvæmd. Spyrja sig hvort maður þurfi það sem maður eru að kaupa, hvort að þessi gjöf sé skynsamleg kaup, draga úr óþarfa eyðslu, kaupa notuð húsgögn á bland eða fara í góða hirðinn og svo framvegis.
  3. Færri flugferðir.
  4. Nota sjálfbær hreinsiefni á heimilið.
  5. Minnka kjötát – t.d. má sleppa því suma daga og sleppa því að kaupa verksmiðjuframleitt kjöt.
  6. Rækta eigin mat t.d. að vera með garð, kryddjurtir eða salat. Nú má rækta mjög margt á svölunum.
  7. Sleppa matarsóun með að vera meðvituð í matarinnkaupum, elda það sem er til og skipuleggja innkaup með hliðsjón af því hvað er til.
  8. Muna eftir fjölnotapokunum í matvöruverslunum, ekki taka plastpoka fyrir grænmeti og forðast vörur pakkaðar í plast. Í mótmælaskyni má t.d. taka vörur úr óþarfa plastumbúðum og skilja þær eftir sem og mæta með eigin ílát.

Pistil Evu má lesa í heild sinni hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -