Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Merkileg saga rauða varalitarins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rauði varaliturinn fer aldrei úr tísku. Hann á sér merkilega langa sögu en Forn-Súmerar eru taldir hafa skartað litnum 5000 árum fyrir Krist.

Náttúruleg fegurð 5000 árum f.Kr.

Forn-Súmerar eru taldir hafa verið þeir fyrstu til að hanna og bera varaliti og nota brotna eðalsteina til þess að skreyta varir sínar. Rómverjar til forna notuðu líka heimatilbúna varaliti. Egyptar fylgdu á eftir og þar á meðal Kleópatra VII sem maukaði maura og blandaði í býflugnavax til þess að farða sínar varir fagurrauðar.

Aftur í tísku upp úr 1550

Vinsældir varalitarins dóu smám saman út á meðal efri stétta þar sem fólki fannst varaliturinn eingöngu hæfa vændiskonum og konum í neðstu stéttum samfélagsins. Hins vegar kom Elizabeth I. Englandsdrottning rauða varalitnum aftur í tísku en hann bar hún með stolti við náhvíta húð.

Nornaveiðar, 1770

Rauðar varir urðu aftur umdeildar þegar breska þingið kom á lögum þar sem haldið var fram að farðaðar konur væru nornir sem reyndu að tæla menn í hjónaband.

- Auglýsing -

Á hvíta tjaldinu á nítjándu öld

Seint á nítjándu öld bauð Sears Roebuck-vörulistinn konum að kaupa vara- og kinnalit. Leikkonur voru einna helst áhugasamar um rauða varalitinn þar sem þær þurftu að dekkja varirnar svo að þær væru meira áberandi í svarthvítu kvikmyndunum.

It-stúlkan talskona rauða varalitarins

- Auglýsing -

Leikkonan Elizabeth Taylor var þekkt fyrir skærrauðar varir á fimmta áratugnum og tilvitnunina: „Helltu þér í glas, settu á þig varalit og taktu þig saman í andlitinu.“

Hollywood sjötta áratugarins

Á sjötta áratug síðustu aldar var rauði varaliturinn fylgihlutur hverrar konu. Stjörnur, eins og Marilyn Monroe, Rita Hayworth og Ava Gardner, hjálpuðu til við að gera útlitið ódauðlegt.

1980-1990

Söng- og leikkonan Madonna kom rauða varalitnum aftur á kortið á níunda áratugnum.

2018

Rauði varaliturinn er fyrir löngu orðinn klassískur og snyrtivöruframleiðendur keppast við að koma nýjum og spennandi formúlum á markað.

Heimildir: Face Paint eftir Lisu Eldridge.

Mynd / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Helga Kristjáns

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -