Sunnudagur 27. október, 2024
-1.8 C
Reykjavik

Hlegið að umbúðamerkingu Krónunnar: „Eru rifurnar stórar eða kannski bara saumspretta?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það eru margir mjög skemmtilegir hópar á Facebook og einn af þeim er hópurinn Skemmtileg íslensk orð. Hópurinn er einnig  mjög fróðlegur. Á dögunum birti Berglind,  meðlimur hópsins mynd af umbúðum af kjöti, versluninni Krónunni sem vakti talsverða kátínu í hópnum.

Á umbúðirnar var ritað: Lambafile með rifum, en rétt væri að skrifa með rifjum.

 

Lambafile með rifum umbúðirnar frá Krónunni. Mynd: Facebook

 

 

Umsagnir hópsins létu alls ekki á sér standa: Helgu var töluvert skemmt:  „Bara rifur engin göt. Þórey sagði : Með rifjum skal það vera. Jóhanna var hress og sagði: Rifur til að filla í“. Sólveig vissi hvað hún vildi: „Það er greinilega fjölbreytni í kjötborðinu…….held samt að ég myndi ekki velja rifið kjöt. Erla kom með fyndna umsögn: Eru rifurnar stórar eða kannski bara saumspretta?“. Elín velti fyrir sér hvort um þverrifur væri að ræða.

- Auglýsing -

Einar kemur með prýðisgóða kennslu í íslensku: Rifjum upp að ekki eru allir útfarnir í stafsetningu blessaða móðurmálsins. Hversu margir vita t.d. að fleirtalan af orðinu ker í þgf. er kerum en ekki kerjum? En blessuð rifin eru með j og því þágufallið rifjum. Ég hygg að aðeins 20% skrifandi Íslendinga hafi þetta á hreinu með stafsetninguna á kerunum. En hver er ástæðan fyrir jleysinu hjá kerunum. Jú, það orð er sagt af i-stofni, hversu mikið sem það segir ykkur nú sem ekki hafið vald á þessari stafsetningu kera sem finnast um borð í öllum fiskisipum, fiskverkunarhúsum og kerskálum álvera, og hananú“.

 

Íslensk tunga er falleg

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -