Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Merkja þurfi plast öðruvísi: Endurvinnslumerkið talið ruglandi fyrir almenning

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að endurvinnslumerkið sem prýðir plastumbúðir sé almennt of ruglandi fyrir almenning og því þurfi að gera breytingar á því.

Uppástungan kemur í kjölfar þess að rannsóknir sýna í auknum mæli að endurvinnsla á plasti gangi einfaldlega ekki upp og megnið af því endi ennþá á ruslahaugum. Nýleg rannsókn sýnir að um 5% plastefna séu í raun endurunnin.

Endurvinnslumerkið er þríhyrningslaga þar sem þrjár örvar elta hver aðra og í miðju þess er tölustafur frá 1-7 sem tilgreinir hverslags plast er í vörunni. Það fer því eftir hvaða tölu merkingin ber hversu endurvinnanleg varan er og þumalputtareglan er sú að því lægri sem talan er þeim mun auðveldari er endurvinnslan.

Merkið mun hafa verið ætlað þeim aðilum sem endurvinna plast en neytendur líti gjarnan aðeins á örvarnar og komist að þeirri niðurstöðu að allt plast sé endurvinnanlegt og hafi jafnframt áhrif á hegðun neytenda þegar kemur að endurvinnslu.

Í stað örvanna sem umlykja tölustafinn sem auðkennir plastefnið hefur verið stungið upp á að setja þeirra í stað heilan þríhyrning í von um að það leiðrétti misskilninginn.

Þær vörur sem algengast er að seú endurunnar bera merkingarnar 1 og 2 sem telja t.d. plastflöskur, plastbakka og þykkari plastflöskur eins og utan af hársápu. Vörur með merkingunni 5 er líka gjarnan endurunnar en þar er átt við vörur eins og bakka undan skyndiréttum og plastílát undir vörur eins og smjör.

- Auglýsing -

Það sem er síður endurunnið eru vörur með merkingunum 3, 4 og 6 sem telja vörur eins og rör til pípulagninga, plastpoka og plasthnífapör.

Merking 7 á svo við vörur sem falla ekki í hina flokkana.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -