Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Merkur leiðangur á Reykjaneshrygg: Rannsaka vistkerfi þúsundir ára aftur í tímannn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson, leggur í mjög sérstæðan leiðangur suður á Reykjaneshrygg eftir helgi. Auk áhafnar er um borð vísindafólk á vegum ROCS rannsóknarsetursins (Rannsóknarsetur Margrétar Danadrottingar og Vigdísar Finnbogadóttur um haf, loftslag og samfélag). Vísindafólkið, sem er frá Danmörku og Íslandi, hyggst safna borkjarnasýnum úr hafsbotni auk þess sem sýni verða tekin úr sjó. Carlsbergsjóðurinn fjármagnar rannsóknarstarfið ásamt íslenksa ríkinu og Rannís.

Að sögn Dr. Arndísar Bergsdóttur safnafræðings, nýdoktors við ROCS og verkefnastýru setursins á Íslandi, er tilgangur leiðangursins að safna gögnum sem verða greind með alveg nýrri DNA tækni. Þannig verði hægt að draga upp mynd af samsetningu heilla vistkerfa þúsundir ára aftur í tímann og hvernig þau hafa tekið breytingum í samhengi við breytingar á loftslagi. 

Arndís hefur hingað til ekki farið á sjó nema með ferjum. Hún segir umhverfismálin vel þess virði að vísindamennirnir stígi út fyrir þægindarammann. Aðspurð svarar hún að ekki sé ólíklegt að landkrabbar um borð verði sjóveikir en það verði bara að hafa það.

„Ef umhverfismálin kalla á nokkrar gusur þá verður bara svo að vera,” segir hún.

„Mestu skiptir að taka þátt í þessum merkilega leiðangri og vera hluti af samstarfshópi sem er skipaður vísindafólki í fremstu röð”. 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -