- Auglýsing -
Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson, segir að í morgun hafi mesta frost í marsmánuði síðan árið 1998 í Reykjavík.
„Margt má segja um þetta kuldakast sem nú liggur eins og mara yfir landinu. En í morgun mælist mesta frost í Reykjavík í marsmánuði frá því 1998.
7. mars það ár fór lágmarkshitinn niður í -14,9°C“, segir Einar í færslu á Facebook-síðu sinni.
Kemur fram á vef Veðurstofu Íslands að frost í Reykjavík í morgun hafi verið -14,8 gráður á selsíus.