Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Metaðsókn í Sundhöll Reykjavíkur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sundhöll Reykjavíkur aldrei vinsæll en nú.

Óhætt er að segja að Sundhöllin í Reykjavík hafi aldrei verið jafnvinsæl og nú. Hvorki meira né minna en tæplega 36 þúsund manns lögðu leið sína í laugina í desember í fyrra eftir að hún var opnuð á nýjan leik 3. desember eftir miklar breytingar. En til samanburðar má geta að tæplega níu þúsund gestir sóttu Sundhöllina í desember árið á undan.

„Þetta er algjör sprengja miðað við fyrri ár,“ segir Brá Guðmundsdóttir, þjónustu- og mannauðsráðgjafi hjá Laugardagslaug og Sundhöll Reykjavíkur. „Við erum að tala um metaðsókn.“

Brá segir að breytingar á Sundhöllinni, sem fela meðal annars í sér byggingu viðbyggingar og útisvæðis, hafi augljóslega hitt í mark. Enda séu flestir á einu máli um að þær séu vel heppnaðar. Þá sýni ferðamenn lauginni aukinn áhuga, sem eigi þátt í þessari miklu aðsókn. Með sama áframhaldi megi reikna með metaðsókn í Sundhöllina á árinu. „Ég býst við því og að gamla sólbaðsaðstaðan og nýja útivistarsvæðið komi þá sterkt inn í veðursældinni í sumar,“ segir hún glaðlega.

Að sögn Brár hófust framkvæmdir við nýju útilaugina á vormánuðum 2015 og var Sundhöllin lokuð vegna framkvæmda frá júní 2017 fram til desember sama ár. VA arkitektar eiga heiðurinn af viðbótunum en Guðjón Samúelsson, þáverandi húsameistari, hannaði gömlu höllina.

Texti / Roald Eyvindsson
Mynd / Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -