Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Metfjöldi rekinn frá Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurnesjum hefur það sem af er árinu vísað 581 einstaklingi á brott frá ytri og innri landamærum Íslands í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta þýðir að rúmlega 70 manns eru í hverjum mánuði sendir frá landinu. Fólkið er rekið á brott á grundvelli laga um útlendinga. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar.

Lögregla hefur heimildir til að vísa útlendingum frá landinu við komu til landsins ef þeir uppfylla ekki skilyrði um ferðaheimildir eða lýst með trúverðugum hætti tilgangi fyrir dvölinni. Þá ber ferðalöngum að hafa nægileg fjárráð til heimferðar.

Fjöldi frávísana á árinu hefur þegar náð þeim fjölda sem frávísað var allt árið 2023 þegar 439 manns var vísað frá Íslandi. Á 13 ára tímabili, frá 2010-2022, voru frávísanir á Keflavíkurflugvelli aðeins 620.

Aukning frávísana er að sögn lögreglunnar fyrst og fremst vegna áherslubreytinga hjá embættinu, auknu landamæraeftirlit, meiri gæðum landamæraeftirlits, bættrar þekkingar og eflingu eftirlits á innri landamærum Schengen.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -