Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Metþátttaka í utanvegahlaupi um helgina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Benoit Branger frá Frakklandi varð hlutskarpastur í 100 kílómetra hlaupinu.

Keppendur frá fjórum heimsálfum í Hengill Ultra Trail.

Metþátttaka var í utanvegahlaupinu Hengill Ultra Trail sem haldið var í sjöunda skiptið í Hveragerði um helgina, en keppendur voru 372 talsins. Fyrir utan metfjölda þátttakenda þá voru keppendur frá 17 þjóðlöndum skráðir til leiks. Þeir komu frá Bandaríkjunum, Kanada, Nýja-Sjálandi, Danmörku, Kólumbíu, Póllandi, Frakklandi, Spáni, Sviss, Bretlandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Austurríki, Katalóníu, Tékklandi, Færeyjum og auðvitað Íslandi. Eins og sjá má þá komu þeir frá fjórum heimsálfum.

Hlaupnar voru tvær vegalengdir, 100 kílómetrar og 50 kílómetrar, og hófst keppnin klukkan 22 á föstudagskvöldið. Benoit Branger frá Frakklandi varð hlutskarpastur í 100 kílómetra hlaupinu en hann hljóp vegalengdina á 14 klukkutímum, 20 mínútum og 24 sekúndum sem er brautarmet. Það var Bretinn Matt O’Keefe sem var annar í mark og Birgir Már Vigfússon frá Íslandi varð í þriðja sæti.

Ingvar Hjartarsson átti besta tímann í 50 kílómetra hlaupinu, Daníel Reynisson varð í öðru sæti og Kanadamaðurinn Jason Wright í þriðja sæti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -