Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Met í bogfimi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allt stefnir í að met verði slegið þegar keppt verður í bogfimi á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer í Þorlákshöfn um helgina.

Til keppni eru skráðir rúmlega 80 keppendur á milli 11 og 18 ára og hafa aldrei jafnmörg börn og ungmenni komið saman í bogfimi á sama tíma á Íslandi. „Fjöldinn er langt yfir væntingum,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, en búist var við um 30 keppendum í bogfimi.

Auður bendir á að meirihluti keppenda í bogfimi eigi ekki boga og fá hann að láni í keppninni. „Í bogfiminni sjá þátttakendur tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt og þeir nýta sér það,“ segir hún. „Þetta er Unglingalandsmótið í hnotskurn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -