Vegan – Mexíkósk kjúklingasúpa
Hráefni:
250 gr Oumph
4 msk. kókosolía
3 hvítlauksgeirar
1 rautt chili (fræhreinsað)
1 msk. paprikuduft
1 msk. oreganó
1/2 tsk. cayenne-pipar
1 msk. cumin-fræ(má sleppa)
Salt og pipar eftir smekk
1 paprika
Blaðlaukur (ca 10-15cm)
3 gulrætur
1 dós svartar baunir
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 krukka af salsasósu
150 g maískorn
150 g hreinn vegan-rjómaostur
2 1/2 grænmetisteningar
1.500 ml vatn
Aðferð:
Hitið kókosolíuna í stórum potti. Setjið Oumph, hvítlauk, chili og kryddið út í og steikið þar til hvítlaukurinn er byrjaður að mýkjast.
Skerið grænmetið smátt niður og bætið út í. Steikið þar til grænmetið er orðið mjúkt.
Setjið salsasósuna, grænmetiskraft, tómata og vatninu út í og látið suðuna koma upp. Sjóðið súpuna við vægan hita í 40-50 mínútur.
Í lokin skolið þið baunirnar og bætið út í auk maís og rjómaostsins og hrærið vel saman.
Toppið með vegan-osti, snakki og kóríander.