Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Michelle Obama gefur Meghan Markle góð ráð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Michelle Obama ráðleggur Meghan Markle að taka því rólega í nýju hlutverki.

Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, gefur Meghan Markle, hertogaynjunni af Sussex, ráðleggingar í viðtali við tímaritið Good Housekeeping. „Líkt og ég, þá hafði Meghan örugglega ekki getað ímyndað sér að hún myndi lifa svona lífi,“ segir Michelle.

„Pressan sem þú ert undir, pressa frá sjálfri þér og öðrum, getur verið yfirþyrmandi. Mitt helsta ráð er að taka sér sinn tíma og ekki flýta sér um of,“ ráðleggur Michelle.

Mitt helsta ráð er að taka sér sinn tíma.

Þá lýsti hún fyrstu mánuðum sínum í Hvíta húsinu og hvernig hún einbeitti sér að því að hugsa um dætur sína tvær áður en hún tók að sér metðanarfull verkefni sem forsetafrú. „Ég held að það sé allt í lagi, gott jafnvel, að gera þetta svona.“

Meghan, sem giftist inn í bresku konungsfjölskylduna í sumar, hefur nú þegar tekið að sér hin ýmsu verkefni síðan hún varð hertogayngja og virðist Michelle hafa einhverjar áhyggjur af henni. Hún benti á að Meghan fái nú endalaus tækifæri til að láta gott af leiða í þessu nýja hlutverki og þurfi að velja vel. Hún tók þá fram að hún hefur fulla trú á Meghan.

Sjá einnig: Karl Bretaprins leiðir Meghan upp að altarinu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -