Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Michelle Obama gerir hlaðvarpsþætti fyrir Spotify

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, hefur gert samning við Spotify um reglulega hlaðvarpsþætti sem eingöngu verða áhlustanlegir á streymisveitunni. Fyrsti þátturinn fer í loftið 29. júlí og meðal gesta í fyrstu þáttaröðinni verða móðir Michelle og bróðir hennar. Þættirnir eru samstarfsverkefni Spotify og framleiðslufyrirtækis Obama-hjónanna, Higher Ground.

Michelle hafði þetta um þættina að segja, samkvæmt frétt The Independent: „Ég vona að þessi þáttaröð geti orðið vettvangur til að fara í saumana á mikilsverðum málefnum og fara í gegnum margar af þeim spurningum sem við erum öll að reyna að svara í eigin lífi. Fyrst og fremst vona ég þó kannski að þetta hlaðvarp muni hjálpa hlustendum að hefja ný samtöl – og erfið samtöl – við fólkið sem skiptir þá mestu máli. Þannig getum við byggt upp meiri skilning og samhyggð með hvert öðru.“

Aðrar stórstörnur sem skrifað hafa undir samninga um sambærilega þætti við Spotify eru, meðal annarra,  Joe Rogan og Kim Kardashian West.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -