Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Miðað við það sem Atli Rafn hefur þurft að ganga í gegnum…þá er alveg á hreinu að þessi fjárhæð bætir ekki hans tjón“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar í málinu gegn Borgarleikhúsinu og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra, segir það engum vafa undirorpið að brotið hafi verið á rétti Atla Rafns með fyrirvaralausri uppsögn án þess að hann væri upplýstur um meintar sakir sínar.

 

Einu þolendurnir sem hafi verið nafngreindir í þessu máli og sé alveg víst að séu til séu Atli og fjölskylda hans. Það sé ekki hægt að breyta reglum samfélagsins að geðþótta í takt við þær átakshreyfingar sem séu í gangi á hverjum tíma.

Viðtal við Einar Þór er hluti af stærri umfjöllun í nýjasta Mannlíf.

„Mál Atla Rafns er ekki kynferðisbrotamál,“ segir lögmaður Atla Rafns, Einar Þór Sverrisson, og vill undirstrika að málið snúist um brot á löggjöf í vinnurétti. Spurður hvernig Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, hefði átt að bregðast við kvörtunum annarra starfsmanna vegna meintrar kynferðislegrar áreitni Atla Rafns segir Einar að það séu alveg skýrar reglur um hvernig bregðast skuli við í slíkum málum í reglugerð sem gefin er út af ríkinu og hann segir gilda um alla atvinnurekendur í landinu, hvort sem þeir séu á vegum ríkis eða sveitarfélaga eða einkaaðila.

Ekki háar miskabætur

Nú hefur staðið mikill styr um upphæð þeirra bóta sem Atla Rafni voru dæmdar í héraðsdómi en Einar segir þá umræðu byggða á dálitlum misskilningi.

- Auglýsing -

„Honum voru dæmdar 5,5 milljónir samkvæmt dómsorði,“ útskýrir hann. „Fjórar af þeim milljónum voru fjártjónsbætur vegna atvinnumissis og síðan ein og hálf milljón í miskabætur. Miðað við það sem Atli Rafn hefur þurft að ganga í gegnum, þar sem hann var gerður að nokkurs konar holdgervingi gerenda í #metoo-byltingunni, úthrópaður sem einhver kynferðisbrotamaður og svertur eins mikið og menn geta orðið, þá er alveg á hreinu að þessi fjárhæð bætir ekki hans tjón. Hitt er svo aftur annað mál að miskabætur í íslensku réttarkerfi eru almennt mjög lágar og þar með talið í alvarlegum kynferðisbrotamálum þar sem illa leiknir þolendur fá smánarlega lágar bætur. En það má undirstrika það að Atla voru ekki dæmdar 5,5 milljónir í miskabætur.“

Lestu viðtalið við Einar Þór í heild sinni í nýjasta Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -