Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og Laufey Rún Ketilsdóttir, starfsmaður Sjálfstæðisflokksins, eiga von á barni saman næsta sumar. Setti Laufey inn tilkynningu á Instagram-reikning sinn í gær. Bergþór á eitt barn fyrir.
Laufey, sem er starfsmaður Sjálfstæðisflokksins, starfaði áður í dómsmálaráðuneytinu. Þar var hún aðstoðamaður Sigríðar Andersen. Bergþór hefur verið þingmaður Miðflokksins í fjögur ár, eða frá árinu 2017. Tólf ára aldursmunur er á parinu. Laufey er 34 ára og Bergþór 46 ára og ástin blómstar hjá þeim.
Mannlíf óskar parinu til hamingju með gleðitíðindin