Erlendur ferðamaður var til ófriðs inni á veitingastað í miðborg Reykjavíkur og var vísað á dyr. Hann gerði sér lítið fyrir og kastaði af sér þvagi á almannafæri. Þegar lögregla birtist reyndi hann að leggja á flótta en var gómaður. Ferðamaðurinn mígandi drukkni var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var kærður fyrir brot sínog að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.
Hálftíma síðar var ofurölvi kona handtekin á svipuðum slóðum. Konan var læst inni í fangageymslu lögreglu vegna ástands síns. Hún mun horafast í augu við atburði næturinnar þegar hún vaknar með rísandi degi.
Slys varð við veitingahús á sömu slóðum, laust fyrir klukkan 2 í nótt. Maður féll á bakið í tröppum og meiddist þegar höfuð hans skall í gangstéttina. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Bráðadeild.
Elds varð vart utandyra við íbúðarhúsnæði í hverfi miðbænum. Kveikt hafði veri í rusli í undirgöngum og hlaust af mikill svartur reykur. Greiðlega gekk að slökkva. Sótskemmdir á veggjum.
Laust fyrir miðnætti ók drukkinn ökumaður bifreið á móti umferð á Hafnarfjarðarvegi. Sá fulli ók frá Garðabæ að Kópavogi þar sem þar sem bifreiðin stöðvaðist eftir að ökumaðurinn hafði verið valdur að umferðaróhappi. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Að lokinni sýnatöku var hann læstur inni í fangaklefa. Hans bíður að vera yfirheyrður.